ePort er þjónustuvefur Eimskips, þar eru ýmsar aðgerðir sem nýtast vel í daglegum fyrirtækjarekstri. Þú getur sparað þér tíma og fengið aukna yfirsýn yfir vöruna þína.

Sem dæmi er m.a. hægt að:

• Hafa yfirlit yfir inn-og útflutningssendingar með afar einföldum hætti 
• Senda Eimskip þjónustubeiðnir og fylgjast með framgangi þeirra 
• Senda Eimskip bókunar- og flutningsfyrirmæli 
• Skrá fylgibréf vegna innanlandsflutninga með Flytjanda 
• Gera pantanir og sjá birgðastöðu á Vöruhótelinu 
• Ná í ýmis fylgigögn eins og reikninga og farmbréf 
• Taka út ýmis yfirlit og færa yfir í excel 

Ef þú hefur enn ekki kynnt þér kosti ePortsins hvetjum við þig til að horfa á stutt kynningarmyndband hér til hægri.

Nánari upplýsingar um aðgang og notkun ePortsins er hægt að fá hjá þjónustufulltrúum okkar í síma 525 7000 eða á netföngin service@eimskip.is vegna millilandasendinga, flytjandi@flytjandi.is vegna innanlandssendinga og  vh@eimskip.is vegna vöru í geymsluþjónustu á Vöruhótelinu.