Eimskip er með margvíslegan rekstur innanlands, meðal annars Eimskip Flytjanda sem er einn öflugasti landflutningaaðilinn á markaðnum, Vöruhótelið sem er einn stærsti hýsingaraðili landsins og Sæferðir.

Eimskip Flytjandi býður upp á ferðir daglega til allra landshluta allt árið um kring og er með um 80 afgreiðslustaði. Einnig er boðið upp á víðtæka vörudreifingarþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Eimskip Flytjandi sér um allan gámaakstur sem tengist inn- og útflutningi hjá Eimskip. Eimskip Flytjandi rekur Klettakæli sem er 450 m2 þjónustumiðstöð fyrir ferskan fisk og er staðsett að Klettagörðum 15.

Vöruhúsaþjónusta Eimskips rekur meðal annars í Sundahöfn fullkomið Vöruhótel ásamt kæligeymslunni Sundakæli og frystigeymslunum Sundafrost og Fjarðarfrost í Hafnarfirði þar sem einnig er rekin umfangsmikil löndunarþjónusta fyrir togara.

Sæferðir eru í eigu Eimskips, fyrirtækið rekur ferjurnar Baldur og Særúnu. Nánari upplýsingar á heimasíðu Sæferða.

Flytjandi

Eimskip Flytjandi rekur öflugt þjónustunet í flutningum á Íslandi. Að því standa Eimskip Flytjandi og samstarfsaðilar, sem saman veita samræmda flutningaþjónustu um land allt.

Lesa nánar

Sæferðir

Sæferðir eru í eigu Eimskips en fyrirtækið rekur fjórar ferjur, Herjólf, Baldur, Særúnu og Akranes. Nánari upplýsingar á heimasíðu Sæferða.


Lesa nánar

Vöruhótelið

Vöruhúsaþjónusta Eimskips býður viðskiptavinum upp á að úthýsa lagerstarfsemi sinni að hluta til eða að fullu. Boðið er upp á geymslu á vörum í þurrvöruhúsum, kæli- og frystigeymslum,

Lesa nánar

Netspjall

Eimskip leggur mikið upp úr góðri og skjótri þjónustu. Liður í því er netspjallið en í gegnum það fá viðskiptavinir beint samband við starfsfólk.


Tengjast netspjalli

Hafðu samband