Eimskip Flytjandi sér um allan gámaakstur sem tengist inn-og útflutningi til og frá landinu með Eimskip.

Einnig bjóðum við upp á almennan gámaakstur á Íslandi, hafið samband við okkur til að fá tilboð.  

Skil á tómum gámum

  • Senda skal beiðnir um að sækja tóma gáma á heimakstur@eimskip.is.
  • Þegar viðskiptamaður skilar gámi til Eimskips skal hann vera tómur og hreinn. Að öðrum kosti verður gámur hreinsaður á kostnað viðskiptamanns.
  • Þegar gámur er sóttur til viðskiptamanns verður hann skoðaður af bílstjóra Eimskips. Ef gámur er ekki tómur verður hann ekki tekinn og auka aksturskostnaður leggst á viðskiptamann.
  • Gámaleiga reiknast þar til gámur hefur skila sér tómur inn á athafnasvæði Eimskips.
  • Open top  gámum á að skila með seglum og stöngum uppsettum til Eimskips. Segl skal vera heilt. Allur kostnaður vegna segls og stanga leggst á viðskiptamann.
  • Frystigámar: rafmagnskapall skal vera uppgerður í geymsluskúffum á frystivél.
  • Keðjum og spansettum sem flutt er með vöru í eða á gámaeiningum skal skila til Eimskips. Að öðrum kosti áskilur Eimskip sér rétt að reikna viðskiptamanni kostnað vegna þessa búnaðar.
  • Ef tjón verður á gámum Eimskips í vörslu viðskiptamanns, og/eða búnaði tengdum þeim, ber að tilkynna slíkt til framleiðslustýringar Eimskips í síma 525-7400 eða með tölvupósti á containers@eimskip.is