Viðskiptavinir Eimskips Flytjanda geta skráð sendingar sínar rafrænt með tvennum hætti. Annars vegar í gegnum þjónustuvefinn ePORT og hins vegar í gegnum vefþjónustu (WEBSERVICE) sem felur í sér tengingu á milli kerfa.

Við mælum með ePORT þjónustuvefnum fyrir þá sem eru með innan við 20 fylgibréf á dag. Ef fjöldinn er meiri þá mælum við með vefþjónustuleiðinni.

Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Eimskips Flytjanda í síma 525 7700, eða með tölvupósti. Einnig er hægt að tala beint við þjónustufulltrúa með netspjalli, smellið hér