1. Landflutningalög nr. 40/2010, Landflutningsskilmálar flytjanda og Almennir þjónustuskilmálar SVÞ (Samtök verslunar og þjónustu), eins og þeir eru á hverjum tíma, skulu gilda um alla flutninga og öll verk sem flytjandi tekur að sér fyrir viðskiptamann, eftir því sem við á. Með því að fylla út og afhenda fylgibréfið til flytjanda, hvort sem það er gert bréflega eða með rafrænum hætti, staðfestir viðskiptamaður að hann hafi kynnt sér þessi lög og skilmála og að hann samþykki að þau og skilmálar fylgibréfsins gildi um réttarsamband aðila. Gildandi skilmála hverju sinni er að finna á heimasíðu Eimskips Flytjanda og fást þeir einnig afhentir á afgreiðslum hans.
  2. Flytjandi hefur móttekið frá viðskiptamanni tilgreindan fjölda eða magn lokaðra pakka, bretta, gáma eða annarra eininga, eftir því sem séð verður í góðu lagi og ástandi, sem viðskiptamaður segir innihalda viðkomandi vöru. Þar sem flytjandi hefur ekki færi á að kanna innihald nefndra pakka, bretta, gáma eða annarra eininga hefur flytjandi ekki kannað hvort upplýsingar um innihald séu réttar.
  3. Flytjandi ber ekki undir neinum kringumstæðum eða á neinn hátt ábyrgð á hvers konar tjóni á lifandi dýrum, eða tjóni á vöru sem búið er að hlaða í gám þegar gámur er afhentur flytjanda til flutnings, eða tjóni sem rekja má til fermingar og/eða affermingar ökutækis, vagns eða gáms þegar sendandi, móttakandi eða eigandi vöru sjá um fermingu og/eða affermingu ökutækis, vagns eða gáms, eftir því sem við á.
  4. Sé um að ræða fjölþáttaflutning verður flytjanda aldrei gert að greiða hærri skaðabætur vegna skemmda eða taps á vöru en sem nemur hámarksbótum siglingalaga nr. 34/1985, sem eru SDR 667 fyrir hvert stykki eða flutningseiningu eða SDR 2 fyrir hvert brúttókíló vöru sem skemmist eða glatast, hvort sem hærra er, nema framangreindar hámarksbætur siglingalaga eru hærri en hámarksbætur landflutningalaga, en í slíku tilviki skulu ákvæði landflutningalaga gilda.
  5. Flytjandi ber ekki undir neinum kringumstæðum eða á neinn hátt ábyrgð á óbeinu eða afleiddu tapi, skemmdum eða kostnaði eða ágóðatapi.
    Ekki skal koma til vaxta af neinni kröfu á hendur flytjanda fyrr en frá uppkvaðningu dóms.
  6. Öll deilimál sem kunna að rísa vegna flutnings samkvæmt fylgibréfi þessu og/eða önnur deilumál milli aðila skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Smellið hér til að lesa um almenna skilmála Eimskips í vöruflutningum