Tilkynning/meðhöndlun tjónavöru

Þegar viðtakandi fær vöru sem orðið hefur fyrir tjóni, er mikilvægt að fylgja eftirfarandi skrefum:

Skref 1 - Viðtakandi vöru hefur samband við viðkomandi afgreiðslu. Koma skal tjónaðri vöru strax til næstu afgreiðslu. Starfsfólk afgreiðslu Eimskips/Flytjanda tekur mynd af vörunni.
Skref 2 - Ef um tjón er að ræða gerir viðkomandi afgreiðsla tjónaskýrslu. Hún er send til tjónafulltrúa Eimskips Flytjanda (tjon@flytjandi.is). Þar eru gögnin meðhöndluð til tryggingafélags ásamt vörureikningi og vörufylgibréfi.
Skref 3 - Viðtakandi þarf að koma vörureikningi til afgreiðslu. Afgreiðsla fer yfir reikning og ber saman við vöru. Á reikningnum þarf að koma fram reikningsnúmer þess sem varð fyrir tjóni og tryggingafélag mun leggja upphæð bóta innan 7- 14 daga inn á viðkomandi reikning.

Skref 4 - Viðtakandi pantar nýja vöru í sínu nafni.

Annað:
Viðtakanda ber skylda til þess að lágmarka tjón eins og hann getur og skal hann taka þann hluta sendingar sem er í lagi og nýta hann.

Farmtryggingar

Allar vörur sem mótteknar eru á flutningamiðstöðvum eru tryggðar. á farmtryggingarskilmálum A, víðtækustu flutningsskilmálum á markaðinum.