Eimskip Flytjandi rekur öflugt þjónustunet í flutningum á Íslandi. Að því standa Eimskip Flytjandi og samstarfsaðilar, sem saman veita samræmda flutningaþjónustu um land allt.

Dreifingarmiðstöð Eimskips Flytjanda er við Klettagarða 15 í Reykjavík. Auk þess eru starfandi þjónustumiðstöðvar í öllum landshlutum.

Eimskip Flytjandi leggur kapp á að veita viðskiptavinum alla viðskipta- og flutningaþjónustu á einum stað og veita upplýsingar um verð, flutninga og flutningatengd málefni.

Styrkur Eimskips Flytjanda liggur í góðu starfsfólki og áratuga reynslu á sviði innanlandsflutninga. Hjá Eimskip Flytjanda starfa um 180 starfsmenn, auk starfsmanna samstarfsaðila sem eru vel á annað hundrað.

Við leggjum áherslu á góða og örugga þjónustu alla leið. Hafðu samband í síma 525-7700 eða með tölvupósti.