Eimskip Flytjandi býður upp á vörudreifingu til einstaklinga og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.

Vörudreifing Eimskips Flytjanda er ætluð fyrirtækjum sem gera kröfur um afhendingaröryggi og sveigjanleika. Þannig getur viðskiptavinurinn ráðið hvenær dags
dreifingin fer fram og hversu margir bílar eru í útkeyrslu á hans vegum hverju sinni.
Þjónusta Vörudreifingar Eimskips er hagkvæmur og áhugaverður kostur fyrir viðskiptavini Vöruhótels Eimskips.
Allir bílar sem sinna dreifingu á hitastýrðri vöru eru útbúnir fullkomnu kælikerfi.
Gjaldtaka hjá Vörudreifingu Eimskips byggir bæði á viðkomu- og brettagjaldi eða tímagjaldi.
Einbeittu þér að sölu og þjónustu og láttu okkur sjá um dreifinguna.


Vörudreifing Eimskips Flytjanda skiptist í þrjá hluta:

Morgundreifing
Morgundreifing fer fram eftir fyrirfram skipulögðu kerfi. Varan er sótt eða henni er komið til Eimskips Flytjanda þar sem flokkun fer fram. Morgundreifing hefst klukkan 7:00 og miðað er við að henni ljúki eigi síðar en klukkan 11:00.

Dagdreifing
Dagdreifing er valkostur fyrir viðskiptavini Eimskips Flytjanda sem vilja aukinn sveigjanleika og kjósa að panta dreifingu eftir þörfum hverju sinni. Til að mynda er hægt að semja um ákveðinn fjölda bíla eftir dögum.

Kvöld- og Næturdreifing
Fyrirtækjum býðst að semja sérstaklega við Eimskip Flytjanda um dreifingu á kvöldin, nætur og um helgar. Þá er vörunni komið til Eimskips eða hún sótt til sendanda. Vörum í kvölddreifingu er dreift eftir klukkan 17.00 bæði til heimila og fyrirtækja.