vörufylgibréf

Allri vöru sem send er með Eimskip Flytjanda þarf að fylgja sérstakt vörufylgibréf. Fylgibréfin þarf að fylla út áður en sendingin fer af stað og eftirfarandi reiti verður að fylla út með fullnægjandi upplýsingum:

 1. Grunnupplýsingar
  Nafn, kennitala, heimilisfang, staður, símanúmer. Þessar upplýsingar verða að koma skýrt fram á fylgibréfinu bæði hjá viðtakanda og sendanda. Einnig er æskilegt að netfang komi fram.
 2. Greiðandi
  Nauðsynlegt er að merkja við hver eigi að greiða flutningsgjöldin. Krossa skal í réttan reit á fylgibréfinu.
 3. Fjöldi/stærð sendingar
  Nauðsynlegt er að skrá fjölda sendinga en valfrjálst er að skrá þyngd eða rúmmál.
 4. Innihaldslýsing
  Nauðsynlegt er að skrá innihaldslýsingu sem gefur upplýsingar um eðli vörunnar og tryggir rétta meðhöndlun.
  Þessar upplýsingar þurfa einnig að koma fram á sendingunni sjálfri og skulu þá límmiðar (kælivara – frystivara – brothætt) vera á hverri einingu sem gefur til kynna hver meðhöndlunin eigi að vera.

Smellið hér til að sjá fylgibréfið með þeim reitum sem fylla þarf út

Rafrænar skráningar

Viðskiptavinir Eimskips Flytjanda geta skráð sendingar sínar með rafrænum hætti.
Þegar skráð er rafrænt þá er hægt að prenta út fylgibréfið á límmiða eða A4 blað sem síðan er sett á flutningseininguna. Á límmiðanum/blaðinu koma allar nauðsynlegar upplýsingar fram ásamt strikamerki.

Það er hægt að skrá rafrænt með tvennum hætti. Þjónustusíðan ePORT hentar vel fyrir þá sem eru með innan við 20 fylgibréf á dag. Ef fjöldinn er meiri þá mælum við með að notast sé við rafrænar skeytasendingar á milli kerfa. Þetta þarfnast einhverrar forritunar.
Þjónustufulltrúar geta strax gefið aðgang að ePORT þjónustuvefnum og er þá strax hægt að byrja að skrá á auðveldan og notendavænan hátt.

Til að hægt sé að prenta út límmiða þarf viðskiptavinur að eiga Zebra límmiðaprentara og prenta á límmiða að stærð 10 cm * 15 cm.

Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Viðskiptaþjónustu Eimskips Flytjanda í 
síma 525 7700, eða með tölvupósti flytjandi@flytjandi.is. Einnig er hægt að tala beint við þjónustufulltrúa með netspjalli, smellið hér