Hvar og hvenær afhendi ég búslóð til flutnings?

  FCL/Heilgámur LCL/Lausavara Bílar
Árósar Fimmtudagur 18:00 Fimmtudagur 14:00 Fimmtudagur 12:00
Helsingborg Miðvikudagur 20:00 Þriðjudagur 15:00 Þriðjudagur 15:00
Rotterdam Föstudagur 17:00 Fimmtudagur 14:00 Fimmtudagur 14:00
Fredrikstad Þriðjudagur 10:00 Mánudagur 10:00 Mánudagur 10:00
Bremerhaven Mánudagur 12:00 Föstudagur 12:00 Fimmtudagur 15:00
Immingham Miðvikudagur 17:00 Miðvikudagur 15:00 Þriðjudagur 15:00
Portland Miðvikudagur 16:00 Þriðjudagur 16:00 Þriðjudagur 16:00
Swinoujscie Föstudagur 16:00 Föstudagur 16:00 Föstudagur 16:00
St. Anthony  Mánudagur 16:00  Föstudagur 16:00  Föstudagur 16:00  
 Halifax Þriðjudagur 16:00 Föstudagur 16:00  Föstudagur 16:00  


Allar tímasetningar á komutíma bíls til sendanda búslóðar eru áætlaðar og geta breyst fyrirvaralaust. Sendandi er ábyrgur fyrir því að flutningabíll komist að á hleðslustað. Meti bílstjóri aðstæður þannig að hætta sé á skemmdum á tækjabúnaði vegna erfiðra aðstæðna eða ólöglegt er að leggja eða fara með bíl eða gám á hleðslustað hefur það aukinn kostnað í för með sér fyrir búslóðareiganda.

Innifalinn hleðslutími í flutningsgjaldi heilgáma er mismunandi eftir löndum en er vanalega á bilinu 1-2 klst. Ef hleðsla tekur lengri tíma en innifalinn er í tilboðinu reiknast biðtími á bíl sem rukkað er sérstaklega fyrir eftirá. Vinsamlegast athugið að yfirleitt er ekki lyfta á gámaflutningabílum sem eru í akstri erlendis. Ef um lausavöruflutning er að ræða þarf að vera í sambandi við skrifstofu Eimskips í lestunarhöfn varðandi frágang búslóðar og tímasetningar á akstri og hleðslu. 

Fyrri Næsta