Eimskip leggur áherslu á að veita góða alhliða þjónustu í búslóðaflutningum sem og öðrum flutningum. Það er að mörgu að hyggja þegar flytja á búslóð á milli landa og því mikilvægt að eigandi búslóðar kynni sér vel upplýsingar um flutningaferlið.

Það er allra hagur að búslóðaflutningar séu vel skipulagðir áður en til flutnings kemur. Við biðjum því viðskiptavini okkar að kynna sér vel upplýsingarnar á síðunni og lesa yfir öll skrefin í flutningsferlinu áður en það hefst.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við búslóðadeild Eimskips í síma 525-7570 eða með því að senda tölvupóst á buslodir@eimskip.is.

Fyrri Næsta