Hvernig er best að pakka búslóð?

Það er á þína ábyrgð að pakka búslóðinni þinni vel áður en að flutningi kemur.
Mikilvægt að nota góðar umbúðir og svo þarf að hlaða öllu á bretti eða í gám.

Leiðbeiningar við að pakka búslóð

  • Viðmiðið er að hæð á bretti sé ekki meiri en 1,8 m, eftir það verða bretti óstöðug.
  • Þyngd brettis getur verið allt að 800 kíló.
  • Nýttu öll tómarúm sem finnast við pökkun alveg upp í topp t.d. ísskáp, kommóðu og eða skáp. Pakka fötum og/eða hlutum sem ekki skemma skúffur eða skápa.
  • Gott er að pakka fötum í plastpoka og lofttæma pokana. Hægt að nota fatapoka sem fylliefni og stuðning við aðrar vörur á bretti/í gámi.
  • Mikilvægt er að fylla kassa til að tryggja að þeir leggist ekki saman og myndi þannig skekkju í lestun og dragi úr stöðugleika.
    Ef kassar eru ekki fylltir er mjög gott að skera þá niður á öllum hornum og „brjóta hverja hlið niður að þeim hlutum sem eru í kassanum“ þannig er kassinn stöðugur og ekki myndast loftrými. Kemur í veg fyrir að kassi „falli saman“.

 

Fyrri Næsta