Tollareglur fyrir búslóðaflutning

Ef um tollskyldan varning er að ræða í búslóðaflutningi, ber að greiða tolla og gjöld skv. tollareglum hverju sinni. Tollskyldur varningur er til dæmis bílar á erlendum númerum, bifhjól, bátar, áfengi og hlutir sem fólk hefur verslað erlendis á innan við ári fyrir heimflutning.  Þeir sem búið hafa erlendis lengur en 12 mánuði samfellt fyrir flutning eiga rétt á að flytja inn nýja muni upp að vissri upphæð  án þess að greiða af þeim tolla. Nánari upplýsingar varðandi tollareglur má finna á heimasíðu Tollstjóraembættisins.

Eimskip býður upp á þjónstu við tollskýrslugerð og tollafgreiðslu.

Fyrri Næsta