Spurningar og svör

Af hverju hef ég bara eina klukkustund til að losa gáminn? Og af hverju er hann ekki settur niður á jörðina?

Á Íslandi er mest notast við bíla með aftanívögnum sem kallast side loaders og geta tekið gáma af sér sjálfir. Slíkir bílar eru ákaflega sjaldgæfir erlendis og þarf að greiða sérstaklega fyrir slíka þjónustu.

Í sumum löndum er alls ekki mögulegt að fá side loaders heldur einungis bíla með svokallaðari grind, þá er hæðin upp í gólfið á gámnum um það bil 130 til 160 sm. Hægt er að fá gáminn til sín og láta sækja hann síðar en þá greiðist tvöfaldur aksturskostnaður. 

Er hægt að láta dreifa vörum sínum frá Vöruhótelinu beint til viðskiptavina?

Já, við dreifum vörum um allt höfuðborgarsvæðið og út á land eftir óskum viðskiptavina. Nánari upplýsingar veitir Eimskip innanlands innanlands@eimskip.is.

Eru kæligámar aðeins pantaðir fyrir frosna matvöru?

Meira lýsandi væri að kalla þessa gáma hitastillta gáma frekar en kæli- eða frystigáma. Það er vegna þess að til dæmis á veturna getur verið nauðsynlegt að flytja matvöru og annan farm sem ekki má frjósa, á jöfnu hitastigi alla leið, til dæmis við stofuhita.

Hvað er ATA Carnet?

Skírteini sem heimilar tímabundinn inn- og útflutning á sýnishornum og kynningarvörum. Nánar má lesa um ATA Carnet hér

Hvað er átt við því þegar talað er um hitastýrðan gám?

Gámur til að flytja varning sem krefst þess að vera í ákveðnu hitastigi á meðan flutningur fer fram t.d. -24°c, 4°c og 0°c og allt eftir því sem viðskiptavinurinn óskar eftir.

Sjá nánar til að lesa meira um algengustu gámategundir í boði hjá Eimskip

Hvað er eitt vörubretti stórt, og hversu marga rúmmetra tekur það?

Þau bretti sem notuð eru til allra annarra staða en Bandaríkjanna og Kanada eru kölluð EURO bretti, og eru 80 x 120 sm. Hámarks hæð sem hlaðin er á slíkt bretti er um 2 metrar, en það fer algerlega eftir því hverju er hlaðið á brettið hversu hátt það getur orðið.

Til Bandaríkjanna og Kanada eru notuð hitameðhöndluð bretti og eru þær örlítið stærri, eða 100 x 120 sem. Engin bretti önnur en hitameðhöndluð mega fara til Bandaríkjanna og Kanada.

Hvað er farmbréf?

Viðskiptabréf sem gengur kaupum og sölum. Sá einn er réttmætur eigandi vörunnar sem framvísar farmbréfi við móttöku. Ekki má afhenda vöru án framvísunar á farmbréfi.

Hvað er FCL og LCL?

FCL er skammstöfun fyrir Full Container Load sem þýðir að vara viðskiptavinar er ein í gámnum. Einnig eru eftirfarandi skammstafanir notaðar:

FCL/FCL viðskiptamaður hleður og losar gám, flutningsaðili kemur þar hvergi nálægt.

LCL/FCL sem þýðir að Eimskip hleður gáminn en viðskiptamaður losar.

FCL/LCL þýðir að viðskiptamaður hleður en Eimskip losar vöruna inn í vöruhús.

LCL þýðir að varan er flutt með öðrum vörum í gámi og er meðhöndluð á báðum endum flutningaferilsins af flutningsaðila. LCL/LCL þýðir að flutningsaðili hleður og losar gám.

Hvað eru til margar stærðir af gámum?

Algengustu stærðirnar eru 20 og 40 feta gámar. Einnig eru til fleti, hálfgámar, hágámar, tankgámar og fleiri tegundir.

Sjá nánar til að lesa meira um algengustu gámategundir í boði hjá Eimskip.

Hvað geri ég ef frystigámur bilar hjá mér?

Hægt er að hringja í neyðarsíma fyrir slík tilvik, 825-7184.

Hvað komast mörg euro bretti í 20 og 40 feta þurrgáma?

Hægt er að raða 11 EUR brettum í 20 feta gám, en 24 í 40 feta gám. Sjá nánar um gámahleðslu.

Hvað merkir ETA , ETS og ETD?

ETA=Estimated time of arrival
ETS=Estimated time of shipping
ETD=Estimated time of departure

Hvað þarf til að gefa út EUR 1 skírteini

Embætti tollstjóra áréttar að til að hægt sé að gefa út EUR 1 skírteini byggð á vöruskírteini EUR 1 eða yfirlýsingu um uppruna á viðskiptapappír frá viðskiptalandi er nauðsynlegt að á upprunasönnun sem byggt er á komi fram að vara sé upprunnin á EES (á ensku EEA, á þýsku EWR). 
 
Skilyrði fyrir útgáfu upprunasönnunar fyrir EES-svæðið, byggðri á fyrri upprunasönnun, liggja þá aðeins fyrir ef varan hefur verið send af Evrópubandalagssvæðinu sem EES-vara en ekki sem bandalagsvara (EC, EU).

Hvað þýðir FOB, FAS, EXW?

FOB - Free on board (... named port of shipment) (frítt um borð) Afhending á sér stað þegar vörurnar hafa farið yfir borðstokk á skipi sem tilgreint er af kaupanda. Þetta þýðir að kaupandi ber allan kostnað og áhættu á vörunni frá þeim tíma.. Seljanda ber að ganga frá útflutningsskjölum og gjöldum. Skilmálinn á einungis við um flutninga á sjó, ám og vötnum og er ekki nothæfur í fjölþátta- og gámaflutningum.

FAS - Free alongside ship (frítt að skipshlið) Seljandinn þarf að skila vörunni við skipshlið í tilgreindri höfn. Seljandinn þarf að ganga frá útflutningskjölum og gjöldum. Þessir skilmálar eiga einungis við um sjóflutning eða flutning á ám og vötnum.

EXW - Ex Works (... á tilgreindum stað) (frá verksmiðju (... á tilgreindum stað) Seljandinn afhendir vörurnar við athafnasvæði sitt án útflutningsheimilda og ekki hlaðnar á flutningstæki. Ef aðilar kjósa að seljandi sé ábyrgur fyrir hleðslu flutningstækis og beri kostnað og áhættu af henni er áríðandi að þess sé getið með skýrum hætti í kaupsamningi.

Hve lengi má ég hafa gáminn án þess að greiða leigu?

Eftir komu skips til áfangahafnar eru fimm dagar fríir í gámaleigu og fimm dagar eru fríir vegna svæðisgjalda.

Hvenær leggjast geymslugjöld á sendingar?

Allar sendingar geta verið á geymslusvæði Eimskips í 4 daga frá komu skips til Íslands án þess að geymslugjöld leggist á þær. Viðskiptavinir geta leitað til viðskiptaþjónustu Eimskip í síma 525-7000 til að fá upplýsingar um upphæð geymslugjalda.

Hvernig er greiðslufyrirkomulagi háttað?

Eimskip sendir út greiðsluseðla sem hægt er að greiða í heimabanka og öllum bönkum og sparisjóðum. 

Ef viðskiptavinur vill að Eimskip flytji vöru til sín, er æskilegt að hringja í viðskiptaþjónustu og fá gjaldkera til þess að bóka aksturinn. Gjaldkeri gefur svo viðskiptavini upp rétta upphæð og greiðsluseðlanúmer.