Heilgámaflutningar

Heilgámaflutningar eða FCL (Full Container Load) er það kallað þegar magnið er svo mikið að hægt sé að fylla gám.

Fá tilboð

Hvernig gám?

Það er að mörgu að huga við val á gámum. Hér er farið yfir helstu stærðir, gerðir, hugtök og annað sem gott er að hafa í huga við heilgámaflutning.
Notaðir eru 20 og 40 feta gámar af ýmsum gerðum:

  • Þurrgámar til flutnings á ýmiskonar þurrvörum (fatnaði, búslóðum, húsbúnaði, iðnaðarvörum o.s.frv.).

  • Hitastýrðir gámar (kæli- og frystigámar) til flutnings m.a. á matvælum, fiskafurðum, ýmsu hráefni og annarri vöru sem er viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi.

  • Opnar einingar (fleti, gaflgámar, opnir gámar o.s.frv.) til flutnings á ýmiskonar grófvöru, tækjum, stórum einingum og yfirstærðum.

Ýmist fær sendandi gáma senda til sín og hleður þá sjálfur, aðilar á hans vegum hlaða eða sendandi sendir vöru til Eimskips sem sér þá um hleðslu gáms. Ábyrgð á gámahleðslu, talningu inn í gám og sjóbúningi er hjá þeim aðila er annast hleðsluna og er lýst í farmskrá með eftirfarandi hætti:

  • FCL/FCL - sendandi hleður gám og móttakandi tæmir

  • LCL/FCL - Eimskip hleður gám og móttakandi tæmir

  • FCL/LCL - Sendandi hleður gáma og Eimskip tæmir.

  • LCL/LCL - Eimskip hleður gám og tæmir.

Lagarfoss

Nánar um gáma

Gámategundir

 

Þurrgámur (20 feta Standard dry container)

Innri stærðir  Hurðarop Eigin þyngd Rúmtak Burðargeta
L: 5.895 mm   2.330 kg 33 m3 28.500 kg.
B: 2.350 mm B: 2.340 mm      
H: 2.390 mm H: 2.280 mm      

Þurrgámur (40 feta Standard dry container)

Innri stærðir  Hurðarop Eigin þyngd Rúmtak Burðargeta
L: 12.030 mm   3.800 kg 67 m3 26.800 kg.
B: 2.350 mm B: 2.340 mm      
H: 2.390 mm H: 2.280 mm      

 

Þurrgámur (40 feta háþekju)

Innri stærðir  Hurðarop Eigin þyngd Rúmtak Burðargeta
L: 12.030 mm   3.850 kg 76 m3 26.800 kg.
B: 2.350 mm B: 2.340 mm      
H: 2.690 mm H: 2.585 mm      

Frystigámur (40 feta háþekju)

Innri stærðir  Hurðarop Eigin þyngd Rúmtak Burðargeta
L: 11.577 mm   4.600 kg 67 m3 29.000 kg.
B: 2.280 mm B: 2.290 mm      
H: 2.525 mm H: 2.492 mm      

Einangraður gámur (Insulated containers)

Innri stærðir  Hurðarop Eigin þyngd Rúmtak Burðargeta
L: 5.850 mm   2.460 kg 31 m3 17.800 kg.
B: 2.290 mm B: 2.290 mm      
H: 2.280 mm H: 2.240 mm      

 

Bulk-gámur (Bulk-containers)

Innri stærðir  Hurðarop Toppopnun Eigin þyngd Rúmtak Burðargeta
L: 5.895 mm   3 x 50 cm diameter 2.330 kg 33 m3 28.500 kg.
B: 2.350 mm B: 2.340 mm        
H: 2.390 mm H: 2.280 mm        

Gaflgámar (Flat racks)

Innri stærðir  Eigin þyngd Burðargeta
L: 11.770 mm 4.900 kg 40.100 kg.
B: 2.360 mm    
H: 1.900 mm    

Opinn gámur 20 feta (Open top)

Innri stærðir  Hurðarop Toppopnun Eigin þyngd Rúmtak Burðargeta
L: 5.890 mm   L: 5.680 mm 2.300 kg 32 m3 28.100 kg.
B: 2.350 mm B: 2.336 mm B: 2.250 mm      
H: 2.350 mm          

Opinn gámur 40 feta (Open top)

Innri stærðir  Hurðarop Toppopnun Eigin þyngd Rúmtak Burðargeta
L: 12.026 mm   L: 11.879 mm 3.940 kg 66 m3 26.500 kg.
B: 2.350 mm B: 2.336 mm B:2.184 mm      
H: 2.390 mm          

 

Þungatakmarkanir erlendis / leyfilegur hámarksþungi (brúttó innihald)

Land

Tonn

ATH

Frakkland

22,5

 

Þýskaland

22,5

 

Þýskaland - Bremerhaven

25

Gegnumgangandi flutningur í 150 km radíus frá losunarhöfn

Holland

26

 

Bretland

23

Gegn aukagjaldi er hægt að aka 25 tonna gámi  

Polland

22,5

 

Belgía

26

 

Danmörk

25   

Ef ekið frá Rotterdam þá er farið í gegnum Þýskaland og leyfileg þyngd er 22,5 tonn

Finnland

26

 

Grikkland

22

 

Ísland

25

 

Italía

22

 

Kanada

26

 

Noregur

24

 

Portugal

25

Flutt með skipi til PT og akstur þar

Spánn - Bíll og skip

25

Flutt með skipi til ES og akstur þar

Spánn - Bíll

22,5

 

Sviss

22

 

Svíþjóð

26

 

USA - Austuströnd

19,8

Meðal þyngd en það þarf að skoða hvert fylki fyrir sig

USA - Vesturströnd

17

Meðal þyngd en það þarf að skoða hvert fylki fyrir sig