Eimskip býður lausavöruflutninga í gámum með áætlunarskipum frá viðkomuhöfnum félagsins í Evrópu og Ameríku. Einnig er boðið upp á forflutning frá upprunastað um allan heim í samræmi við þjónustuframboð forflutningsaðila frá einstökum ákvörðunarstöðum. 

Sendandi afhendir vöru í afgreiðslu Eimskips í viðkomuhöfnum eða Eimskip sækir vöruna til sendanda. Vörunni er hlaðið í viðeigandi gámaeiningar í viðkomuhöfnum (þurrgámar, hitastýrðir gámar, opnar einingar). Verðlagning þjónustu fer eftir eðli vörunnar og miðast almennt við þyngd hennar eða umfang (rúmmál).

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum, sendið fyrirspurn hér fyrir neðan eða hringið í síma 525-7240.

Hafðu samband