Tollskjalagerð

Við bjóðum þér alla þá aðstoð sem þú þarft við tollafgreiðslu í inn- og útflutningi. Við erum nefnilega sérfræðingar í tollamálum.

Hafa samband

Hvernig getum við aðstoðað?

Við afgreiðum einfaldari tollskýrslur innan sólarhrings, við bjóðum upp á flýtiafgreiðslu ef þörf er á og er þá skýrslan afgreidd innan tveggja klukkustunda gegn flýtiafgreiðslugjaldi. Við förum tvisvar sinnum á dag í Tollinn með alla pappíra sem þar þarf að afhenda, gegn vægri greiðslu.

Frágangur gagna:
Þú ræður því hvort þú tollflokkar reikninginn. Ef gögnum er skilað inn tollflokkuðum þarf aðeins að greiða grunngjald fyrir tollskýrslu. Auk þess er greitt fyrir hverja línu, en ein lína er innifalin í hverri tollskýrslu.

Ef gögnum er skilað inn ótollflokkuðum og mikil aukavinna fylgir við gerð skýrslunnar bætist við tímagjald fyrir hverja klukkustund sem unnið er við skýrsluna samkvæmt gjaldskrá.

Rafræn tollafgreiðsla:

  • Afgreiðsla 2, leiðrétting á tollskýrslu eftir að tollafgreiðsla sendingar hefur farið fram

  • Bráðabirgðatollafgreiðsla og uppgjör á bráðabirgðaafgreiðslu

  • Undanþágur frá greiðslu aðflutningsgjalda í sumum tilvikum og ýmsar sérafgreiðslur

Allar frekari upplýsingar um tollamál og reglur er að finna á heimasíðu Tollstjóraembættisins, www.tollur.is​.

Umboð vegna tollamiðlunar

Hér að neðan getur þú opnað rafrænt umboð um skuldfærslu á aðflutningsgjöldum með rafrænum skilríkjum í síma eða kort.

Ef undirritað umboð er ekki fyrir hendi þarf að greiða aðflutningsgjöld fyrirfram.

 

Eimskip 49

Við bjóðum:

  • Tollskýrslugerð

  • Umsjón með ATA Carnet

  • Bráðabirgðatollafgreiðslu

  • Verðútreikninga

  • Útgáfu vottorða

  • Beiðni um skoðun vegna endursendinga

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum, sendið fyrirspurn á netfangið: ccs@eimskip.is eða hringið í síma 525-7000.