Fjölmiðlatengsl

Markaðs- og kynningardeild
Korngarðar 2
104 Reykjavík
Sími: (+354) 525-7228
Tölvupóstur: samskiptasvid@eimskip.is 

NAFN FÉLAGSINS:

Félagið heitir Eimskipafélag Íslands, en vinnuheiti þess er Eimskip.

Rétt fallbeyging nafnsins er eftirfarandi:

Nefnifall    Eimskip
Þolfall    Eimskip
Þágufall    Eimskip
Eignarfall    Eimskips 

MERKI FÉLAGSINS:

Grunneining merkisins er bókstafurinn E sem vísar í heiti fyrirtækisins. Í merkinu eru tvö E sem tengjast saman og mynda tákn fyrir gagnvirk tengsl; viðskiptatengsl þar sem þjónusta fyrirtækisins og þarfir viðskiptavina falla þétt saman.  

Blái liturinn stendur fyrir Ísland og grundvallartengingu við hafið, á meðan grái/silfraði liturinn stendur fyrir verðmæti, þ.e. verðmætasköpun Eimskips og viðskiptavina þess. 

Gæta verður þess vel að breyta ekki hlutföllum merkisins. Þeir aðilar sem nýta merkið eru vinsamlegast beðnir um að kynna sér reglur um það.  

Smellið á Myndabanka hér til hliðar til að skoða myndir úr starfseminni og merki Eimskips, eða hafið samband við kynningar- og markaðsdeild.

Myndabanki

Markaðsstefna Eimskips er að endurspegla starfsemi félagsins, sem er alhliða flutningsrekstur. Ímynd og samfélagsleg skylda eru mikilvægir þættir í markaðsstefnunni.

Lesa meira

Merki Eimskips

Eimskip vinnur náið með fagfólki í markaðs- og auglýsingamálum. Öllum fyrirspurnum um birtingar í fjölmiðlum er beint til þessara aðila til úrvinnslu.

Lesa meira

Póstlisti fyrir fjölmiðla