Tilkynning frá Eimskip vegna veðurs

10. desember 2019
Vegna veðurs mun Eimskip loka öllum afgreiðslustöðvum kl 14.00 í dag (10. desember) og búast má við röskun í vörudreifingu og -afhendingu, gámaakstri og annarri þjónustu eftir hádegi í dag. Það er ljóst að þetta mun einnig hafa áhrif á þjónustu okkar frameftir degi á morgun.