2017 var ár vaxtar hjá Eimskip

22. febrúar 2018

Afkomuspá ársins 2018 er EBITDA á bilinu 60 til 65 milljónir evra

 • Tekjur námu 664,0 milljónum evra, hækkuðu um 150,1 milljón evra eða 29,2% frá 2016
  • Magn í áætlunarsiglingum jókst um 3,6% og tekjur hækkuðu um 58,1 milljón evra eða 15,3%
  • Magn í flutningsmiðlun jókst um 41,2% og tekjur hækkuðu um 91,9 milljónir evra eða 68,8%, en þar af voru 73,2 milljónir evra vegna nýrra fyrirtækja
 • EBITDA nam 57,2 milljónum evra, jókst um 3,7 milljónir evra eða 7,0% frá 2016
 • Hagnaður nam 16,8 milljónum evra samanborið við 21,9 milljóna evra hagnað 2016
  • Neikvæð breyting á gengismun á milli ára að fjárhæð 5,8 milljónir evra hafði mest áhrif
 • Eiginfjárhlutfall var 53,2% og nettóskuldir námu 102,8 milljónum evra í árslok
 • Stjórn félagsins leggur til 6,80 króna arðgreiðslu á hlut, alls um 10,2 milljónir evra

Smellið hér til að sjá nánar