Áhöfnin á Goðafossi heiðruð fyrir hetjulega framgöngu

3. janúar 2013
Áhöfnin á Goðafossiskipi Eimskipafélags Íslandsvar í gær heiðruð fyrir hetjulega framgöngu við björgunarstörf þegar eldur kom upp í skipinu 11. nóvember síðastliðinn. Öguð vinnubrögð og snarræði áhafnarinnar skipti sköpum um að hvorki urðu slys á mönnum né alvarlegt tjón á skipinu.Goðafoss var staðsett um 70 sjómílur vestur af Færeyjum á leið til Íslands þegar eldurinn kom upp um klukkan 4 að nóttu en þá var vonskuveður. Þrettán manns voru í áhöfn skipsins auk þriggja farþega og sluppu allir heilir á húfi. Áhöfnin náði að ráða niðurlögum eldsins.Gylfi Sigfússonforstjóri Eimskipsveitti áhöfninni sérstaka viðurkenningu í gær.Áhöfnin vann hetjusamlegt björgunarstarf við mjög erfiðar aðstæður. Enn á ný sannaðist að þjálfun og menntun íslenskra sjómanna skiptir gríðarlegu máli. Við verðum að tryggja að sú menntun verði áfram með þeirri bestu sem gerist í heiminum sagði Gylfi.Áhöfnin á Goðafossi með viðurkenningunaTalið frá vinstri Ægir Jónsson SkipstjóriKristján Oddsson 1. VélstjóriSigurður Sæmundsson hásetiFinnbogi Aðalsteinsson brytiIngi Þórir Gunnarsson yfirvélstjóriÆgir Þór Ægisson rafvirkiGeorg Arnar Tómasson hásetiGuðmundur Þ. Sigurjónsson hásetiLeifur Kristjánsson vélavörðurPétur Daníel Vilbergsson yfirstýrimaðurÁ myndina vantar þrjá starfsmenn sem eru á sjó.Þau eruInga Fanney Egilsdóttir 2. StýrimaðurGunnar Hilmarsson bátsmaðurVignir Már Einarsson háseti