Ak Extreme fór vel fram stórkostleg tilþrif

14. janúar 2015
Um 5000 manns fylgdust með Gámastökkskeppni Eimskips á AK Extreme um helgina. Því miður gat keppnin ekki farið framá laugardagskvöldinu vegna veðurs en ákveðið var að blása til leiks á sunnudeginum. Áhorfendur nutu þess að horfa á keppendurleika stórkostlegar listir og var keppnin hörð. Eiki Halldórsson bar sigur úr býtum en þess má geta að í fyrsta skipti í 9 ár varstúlka á meðal keppenda og gaf hún strákunum ekkert eftir og komst í úrslitahópinn.Hér má sjá myndir frá helginni en við munum setja inn fleiri myndir á næstunni.Einnig er hægt að fylgjast með skemmtilegu myndbandihér.