Akvörðun Samkeppniseftirlitsins felld úr gildi

29. janúar 2014

Þann 3. nóvember 2014 kærði Eimskipafélag Íslands hf. ásamt dótturfélögunum Eimskip Ísland ehf. og TVG Zimsen ehf. ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 28. október 2014 til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í hinni kærðu ákvörðun synjaði Samkeppniseftirlitið beiðni félaganna um aðgang að kæru og fylgiskjölum Samkeppniseftirlitsins til embættis sérstaks saksóknara.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur úrskurðað í málinu og fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Lagt er fyrir Samkeppniseftirlitið að taka á ný afstöðu til kröfu Eimskipafélags Íslands hf. og ofangreindra dótturfélaga um afhendingu gagna á grundvelli þeirra ákvæða í samkeppnis- og stjórnsýslulögum sem gilda um aðgang aðila að gögnum máls.

Í ljósi þessarar niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála vonast Eimskip til að fá aðgang að hinum umkröfðu upplýsingum við fyrsta tækifæri. Þetta er í þriðja skiptið sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála fellir að hluta eða öllu leyti úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.