Áttunda ár hjálmaverkefnis Eimskips og Kiwanis

27. janúar 2011 | Fréttir
Eimskipafélag Íslands og Kiwaninshreyfingin gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsinsen þetta er í áttunda skipti sem félögin standa fyrir hjálmagjöfum. Í ár hefur verkefnið hlotið nafnið Óskabörn þjóðarinnaren samtals munu um 4.300 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf í þetta skipti. Meðalfjöldi barna í 1. bekk á þessum átta árum hefur verið um 4.200 börn hvert ár sem þýðir að yfir 30.000 börn eða 10 af þjóðinni hafa notið góðs af verkefninu.Verkefnið er okkur ómetanlegt og stendur okkur nærri segir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips. Á hverju ári fáum við fregnir af því frá foreldrumlögreglu og skólayfirvöldum að hjálmarnir sem við höfum verið að gefa hafið bjargað barni frá alvarlegum meiðslum.Í dag27. aprílhófst verkefnið á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn. Þá mættu 1. bekkingar úr nokkrum skólum af höfuðborgarsvæðinu og veita fyrstu hjálmunum viðtöku. Einning mættu á svæðið hinir landsþekktu félagar út hljómsveitinni Pollapönk. Lögreglan kom og sýndi börnunum mótorhjól sín og fór yfir helstu umferðareglur. Fulltrúar borgar og bæjarfélaganna ÁlftanessGarðabæjarHafnarfjarðarKópavogsMosfellsbæjarReykjavíkur og Seltjarnarness voru á staðnum og aðstoðuðu við að setja hjálma á Óskabörnin sín.Hjálmarnir í ár eru hannaðir af Gotta Bernhöft hjá Koma ehf. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt verkefni og gaman að taka þátt í því. Þetta er í fyrsta skipti sem hjálmar eru hannaðir og framleiddir af íslensku fyrirtækisvo ég best viti. Segir Gotti. Við framleiðslu hjálmanna var ýtrustu öryggiskröfum fylgt og náið samstarf var haft við starfsfólk Neytendastofu ásamt BSI á Íslandi British Standards Institute. Þetta ferli tryggir að allir EU staðlar eru uppfylltirauk þess sem allar leiðbeiningar og umbúðir sem fylgja hjálmunum eru á íslensku.Verkefni af þessari stærðargráðu væri ekki hægt að framkvæma nema með mjög samstiltum hópi margra aðila. Ég vil sérstaklega þakka Kiwanishreyfingunni og öllu starfsfólki og kennurum grunnskóla landsins fyrir þeirra framlag í að tryggja öryggi Óskabarna þjóðarinnar sagði Gylfi Sigfússon að lokum.Á næstu dögum og vikum mun Kiwaninshreyfingin fara í alla grunnskóla landsins og afhenda börnum 1. bekks grunnskóla hjálma. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að vera vakandi fyrir því þegar börn þeirra koma heim með hjálma og aðstoða þau við að stilla þá rétt.Nánari upplýsingar um hjálmaverkefnið og öryggi barna í umferðinni er hægt að fá á síðunniwww.facebook.comoskaborn.