Boðuðum verkföllum frestað

2. janúar 2016
Í nótt náðust samningar á milli Félags skipstjórnarmanna og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Eimskipafélagið. Verkfalli Félags skipstjórnarmanna og Félags vélstjóra og málmtæknimanna hefur þar með verið frestað til 15. febrúar á meðan atkvæðagreiðsla fer fram á meðal félagsmanna stéttarfélaganna.