Bókin Ljósin á Dettifossi afhent áhöfn Dettifoss

21. janúar 2016
Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar var Dettifossiskipi Eimskipafélagsinssökkt af þýskum kafbáti norðan af Írlandi. Þessi hörmulegi atburður átti sér stað þann 21. febrúar 1945aðeins 76 dögum áður en stríðinu lauk. Manntjón var mikið og fórust alls 16 manns12 úr áhöfn skipsins og fjórir farþegaren 30 komust lífs af. Dettifoss var að koma frá New York á siglingu í lítilli skipalest frá Belfast á Írlandi til Skotlandstil að sameinast þar stærri skipalest til Íslands.Davíð Logi Sigurðsson sagnfræðingur hefur í bókinni Ljósin á Dettifossi skráð sögu afa sínsDavíðs Gíslasonar stýrimanns. Bókin fjallar um þessa hinstu för skipsins.Nafnið Dettifoss hefur ávallt verið í hávegum haft hjá Eimskip og er núverandi Dettifoss sá fimmti í röðinni til að bera nafnið. Skipið sem fjallað er um í bókinni er það fyrsta til að bera nafnið Dettifoss og var það í þjónustu Eimskips á árunum 1930 til 1945.Forstjóri Eimskips færði í vikunni annarri af tveimur núverandi áhöfnum Dettifoss eintök af bókinnien sú áhöfn sem nú er á sjó fær bókina afhenta síðar.Gylfi Sigfússon forstjóriÞað skiptir okkur máli að heiðra minningu þeirra sem fórust með Dettifossi og ekki síður minningu þeirra sem komust af. Það gerum við með því að færa áhöfnum á Dettifossi þessa glæsilegu og vel rituðu bók. Mikilvægt er fyrir rúmlega aldargamalt félag að minnast reglulega upprunansstaldra við og votta þeim sem á undan hafa gengið virðingu og þakklæti. Jólahátíðin er góður tími til að minnast fortíðarinnar og allra þeirra góðu og dugmiklu einstaklinga sem gengnir eru.Myndin var tekin þegar Gylfi Sigfússon afhenti áhöfn Dettifoss eintak af bókinni Ljósin á Dettifossi. Davíð Logi Sigurðssonhöfundur bókarinnarvar viðstaddur afhendinguna og er annar frá hægri á myndinni.