Dagatal Emskips kemur út í 83 skiptið

06. janúar 2011 | Fréttir
Eimskip gaf fyrst út dagatal árið 1928 og var það prýtt teikningu eftir Tryggva Magnússon. Dagatal Eimskips hefur átt sér fastan sess á heimilum landsmanna allar götur síðan. Undanfarin ár hefur Eimskipafélag Íslands fengið til liðs við sig atvinnuljósmyndara til að taka myndir í dagatal félagsins. Í ár brá félagið út af þeirri venju og efndi til ljósmyndasamkeppni meðal áhugaljósmyndara með viðfangsefnið íslenskt landslag.Fjölmargar ljósmyndir voru sendar inn og dómnefnd valdi svo þær tólf sem hún taldi bestar. Myndirnar komu úr ýmsum áttum og var starf dómnefndar síður en svo auðvelt. Eimskipafélagið þakkar öllum þessum áhugasömu ljósmyndurum fyrir þátttökuna um leið og fyrirtækið óskar þeim sem eiga mynd í dagatalinu til hamingju með fallegar myndir. Að gjöf fengu sigurvegarar verðlaun frá Canon.Dagatalið má nálgast á skrifstofum Eimskipafélagsins um land allt.Sigurvegarar dagatals Eimskips 2012Janúar Ingólfur Bjargmundsson kosin besta myndin og fékk hann að verðlaunum myndavél að gerðinni EOS 60D 1785 kit.myndIngólfur BjargmundssonFebrúar Haraldur HjálmarssonMars Þorsteinn EgilsonApríl Díana MikaelsdóttirMaí Jóna SigþórsdóttirJúní Jóna SigþórsdóttirJúlí Gerður JensdóttirÁgúst Jón Óskar HaukssonSeptember Steinunn MatthíasdóttirOktóber Jón Óskar HaukssonNóvember Kjartan Örn JúlíussonDesember Jón Óskar Hauksson