Dettifoss verður Laxfoss

21. mars 2019
Skip Eimskips, sem áður hét Dettifoss, hefur fengið nýtt nafn og siglir undir nafninu Laxfoss á leið sinni til Rotterdam frá Reykjavík í kvöld. Skipið siglir á bláu leiðinni ásamt Goðafossi. Laxfoss siglir undir færeyskum fána og er sjöunda skipið í röðinni með sama nafni. Skipið var smíðað í Danmörku árið 1995 og hefur verið starfrækt hjá Eimskip síðan árið 2000. Skipið verður svo sett á sölu þegar tvö ný skip, sem eru í smíðum í Kína, koma í þjónustu Eimskips síðari helming þessa árs. Skipin nýju munu fá nöfnin Dettifoss og Brúarfoss.