eBox er ný þjónusta hjá Eimskip

17. janúar 2013
Eimskip tók í dagá 99 ára afmæli fyrirtækisinsí notkun nýja þjónustu sem ber heitið eBOX. Þessi nýja þjónusta býður upp á þægilegar og einfaldar lausnir til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands.Skipaflutningar hafa lítið breyst á undanförnum árum eða frá gámavæðingunni á áttunda áratug síðustu aldar. Á sama tíma hafa þarfir viðskiptavina okkar þróast í áranna rás og nú finnum við að þörfin fyrir einfalda og hraða þjónustu fyrir smærri sendingar hefur verið að aukast jafnt og þétt segir Matthías Matthíassonframkvæmdastjóri sölu og viðskiptaþjónustu hjá Eimskip.Hann segir ástæðurnar m.a. þær að aukin áhersla sé á lausnir með stuttum fyrirvara og minna lagerhald.Það er oft hagkvæmara að panta minna í einu en oftar. Með því sparast t.d. fjármagnskostnaður sem fyrirtæki og einstaklingar horfa í auknum mæli á. Það má segja að eBOX sé okkar leið til að mæta þessari þróun. Hægt er að fara inn á eBOX á netinu hvenær sem er sólarhringsinsreikna út flutningskostnað og bóka sendingar frá öllum helstu stöðum í Evrópu á einfaldan og fljótlegan hátt segir Matthías.Einfalt og þægilegtEimskip er með fjögur skip í áætlunarsiglingum á milli Íslands og Evrópu og býður því upp á mjög góðar tengingar við öll helstu viðskiptalönd Íslendinga í Evrópu. Flutningstíminn frá helstu höfnum í Evrópu er frá 35 virkum dögum frá því skipið leggur úr höfn í þar til varan er komin heim að dyrum á Íslandi.Við leggjum áherslu að eBOX gámarnir séu með þeim síðustu um borð í erlendu höfnunum og þannig þeir fyrstu í land á Íslandi. Viðskiptavinum stendur að sjálfsögðu einnig til boða að láta okkur sjá um tollafgreiðslu og heimakstur á sendingunum. Með því tryggjum við hraða og örugga þjónustu á eBOX sendingunum alla leið heim að dyrum sem er einfalt og þægilegt segir Matthías.Með skrifstofum Eimskips erlendis og öflugu neti samstarfsaðila fyrirtækisins þar eru í boði hagkvæmar lausnir alla leið frá sendanda til móttakanda.eBOX reiknivélin gerir viðskiptavinum kleift að reikna út á netinu verð á sendingum alla leið á augabragði.Matthías segir að helstu breytingarnar sem orðið hafa í þjónustunni á undanförnum árum séu þær sem snúa að aukinni netvæðingu.Það eru auknar kröfur um að geta stundað sín viðskipti á einfaldan og fljótvirkan hátt á netinu. Þar hefur þjónustuvefur ePort Eimskips komið sterkt inn með sínum ítarlegu upplýsingum um viðskipti fyrirtækja og nú er tekið stórt skref til viðbótar með því að gera viðskiptavinum kleift að reikna út verð og bóka flutning á netinu. Það er nýjung á flutningamarkaði hér á landi og það er okkar trú að þessi nýbreytni verði kærkomin viðbót og verði mikið notuð segir Matthías.Smelltu hér til að fara á ebox.is