Eimskip færir viðkomuhöfn sína til Norfolk í Virginíu

3. janúar 2011

Eimskip mun frá febrúarlokum sigla til og frá Norfolk í Virginíuí stað Richmond í Virginíu sem hefur verið viðkomuhöfn félagsins síðan í nóvember 2006. Með færslunni er öll starfsemi Eimskips á svæðinu sameinuð í Norfolk International Terminals NIT sem staðsett er í þriðju stæstu höfn austurstrandar Bandaríkjanna. Þetta er mjög jákvætt skref í vexti Eimskips og þjónustu félagsins á austurströnd Bandaríkjanna segir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips og bætti við "Nú getur Eimskip unnið enn betur með öðrum skipafélögum á Norfolk svæðinu með tilheyrandi möguleikum á þjónustu á milli Bandaríkjanna og Kanada ásamt því að siglingatíminn styttist um tvo daga. Eimskip hefur áður siglt á Norfolken höfnin var viðkomustaður félagsins allt þar til árið 2001 þegar ákveðið var að sigla á Newport News og fimm árum síðar til Richmond". Breytingin færir vöruhúsastarfsemi okkar nær skrifstofum Eimskips sem gerir okkur kleift að bjóða enn betri þjónustu í heildar flutningslausnum segir Sylvester Young yfirmaður áætlanasiglinga hjá Eimskip í Bandaríkjunum. Með færslunni styrkir Eimskip enn frekar góða stöðu sína á NorðurAtlantshafssvæðinu þar sem megin áherslan er á Norfolksvæðið. Auk þess sigla skip félagsins til Everett í Massachusetts Halifax í Nova Scotia og Argentia í Nýfundnalandi. Í NorðurAmeríku er Eimskip með eigin skrifstofur í Virginia Beach Norfolk, New York þar sem megináherslan er lögð á flugfrakt og St. Johns í Nýfundnalandi. Auk þess að leggja áherslu á austurströnd Bandaríkjanna býður Eimskip upp á heildarþjónustu í sjófrakt og landflutningum í öllum helstu höfnum Bandaríkjanna. Frá febrúar skal senda allar heilgámasendingar sem áður hafa farið til Richmond til Norfolk International Terminals NIT7737 Hampton Blvd.Norfolk VA 23505 Lausavöru skal áfram senda til Eimskip Logistics Distribution Center1424 Baker Rd Virginia BeachVA 23455