Eimskip gerir breytingar á siglingakerfi félagsins

2. janúar 2015
Gámaskip bætist við flotann og gráa leiðin fær aukið hlutverkEimskip mun um miðjan október gera breytingar á siglingakerfi félagsins þar sem gráa leiðin mun fá aukið hlutverk.Gráa leiðin hefur frá febrúar 2014 sinnt þjónustu á milli Færeyja og Skotlands en fær nú mun umfangsmeira hlutverk en áður þar sem öðru 500 gámaeininga leiguskipi verður bætt við línuna. Gráa leiðin mun áfram sigla á milli Færeyja og Scrabster í Skotlandi en við bætast viðkomur í Árósum í DanmörkuHalmstad í Svíþjóð og Swinoujscie í Póllandi.Mikil aukning hefur orðið í flutningum til Íslands á undanförnum misserum og gert er ráð fyrir að svo verði áfram. Innflutningsbann í Rússlandi hefur sett mark sitt á flæði vöruflutninga á NorðurAtlantshafi. Með breytingunni á siglingakerfinu er verið að aðlaga það að síbreytilegum þörfum markaðarins. Afkastageta áætlunarskipa félagsins eykst um 6 með breyttu siglingakerfi og bætt er við nýrri viðkomuhöfn í Póllandi. Sveigjanleiki kerfisins eykst til muna og léttir það á kerfinu yfir vetrarmánuðina sem leiðir til aukins áreiðanleika.Skipin tvö sem þjóna gráu leiðinni munu bera nöfnin Blikur og Lómur. Þessi nöfn eru samofin sögu Faroe Shipdótturfyrirtækis Eimskips í Færeyjumen skip með þessum nöfnum voru í rekstri færeyska félagins um árabil.Gylfi Sigfússon forstjóriFlutningaþarfir taka sífelldum breytingum og er mikilvægt fyrir okkur að geta mætt þeim. Sérstaklega ánægjulegt er að geta á sama tíma aukið afkastagetuáreiðanleika og hagkvæmi siglingakerfisinsauk þess sem bætt er við nýrri viðkomuhöfn í Póllandi til að mæta aukinni þörf á flutningum á uppsjávarfiski og byggingavörum. Flutningaflæðið er síbreytilegt og því er mikilvægt fyrir Eimskip að mæta breyttum þörfum og skapa grunn að aukinni þjónustu við viðskiptavini félagsins.