Eimskip gerir tilboð í smíði og rekstur á nýrri Vestmannaeyjaferju

15. janúar 2016
Eimskip lagði í dag fram tilboð í B hluta útboðs Ríkiskaupaí smíði og rekstur á nýrri Vestmannaeyjaferju. Tilboðin gera ráð fyrir að Eimskip smíði nýja ferju sem yrði afhent um mitt ár 2018 og myndi félagið sjá um rekstur og þjónustu ferjunnar allt til ársins 2030. Heildartilboð Eimskip í að smíða nýja ferju og sjá um rekstur hennar í 12 ár liggur á bilinu 81 94 milljarðar króna.Eimskip hefur unnið tilboðið með sínum færustu sérfræðingum og í samstarfi við erlendar skipasmíðastöðvar.Eimskip leggur ekki fram tilboð í A hluta útboðsins sem snýr að því að smíða nýtt skip og selja til ríkisins. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort ríkið tekur tilboðum í Ahluta eða Bhluta. Ef A hluti verður fyrir valinu og ríkið semur beint við skipasmíðastöð má búast við að reksturinn verði boðinn út síðar.Samkvæmt skilmálum útboðsins hafa Ríkiskaup 18 vikur til að meta innsend tilboð og því liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort tilboði Eimskips verði tekið. Málið er nú í höndum ríkisins að meta tilboðin.Gylfi Sigfússonforstjóri EimskipsEimskipafélagið hefur séð um rekstur á Herjólfi frá árinu 2006. Félagið hefur mjög góða þekkingu á þessum rekstri og við teljum okkur vera vel til þess fallin að smíða nýtt skip í samstarfi við erlendar skipasmíðastöðvar sem og að sjá um rekstur ferjunnar til næstu ára. Smíði á nýrri ferju er ætlað að bæta samgöngur á milli lands og Eyja og það væri því frábært tækifæri fyrir Eimskip að halda þessu verkefni áfram. Það er von mín að þessi nýja ferja auki verulega tíðni ferða á milli lands og Eyja í gegnum Landeyjahöfn þar sem þetta er þjóðvegurinn til Eyja.Um EimskipEimskip var stofnað árið 1914 og er með hlutabréf sín skráð á Nasdaq Iceland. Félagið rekur 57 starfsstöðvar í 19 löndumer með 20 skip í rekstri og hefur á að skipa um 1.600starfsmönnum. Um helmingur tekna Eimskips kemur frá starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.