Eimskip hefur frá upphafi flutt Óslóartréð eða í 60 ár

24. janúar 2011
Sextíu ár eru liðin síðan íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf en tréð hefur ævinlega hefur verið sett upp á Austurvelli. Í mörg ár hefur verið til siðs að borgarbúar haldi upp á þessa vinargjöf fyrsta sunnudag í aðventu með bæði hátíðlegum söng og skemmtilegum uppákomum og á þessu afmælisári verður engin undantekning gerð þar á Sextíu ár eru liðin síðan íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf en tréð hefur ævinlega hefur verið sett upp á Austurvelli. Í mörg ár hefur verið til siðs að borgarbúar haldi upp á þessa vinargjöf fyrsta sunnudag í aðventu með bæði hátíðlegum söng og skemmtilegum uppákomum og á þessu afmælisári verður engin undantekning gerð þar á. Gunnar Halle trompetleikari frá Noregi er sérstakur gestur Aðventuhátíðar og leikur hann undir jólasöng Dómkirkjukórsins kl. 1600að undangengnum jólatónlistarflutningi Lúðrasveitar Reykjavíkur sem hefst kl. 15.30.Það er Eimskip sem frá upphafi hefur flutt Óslóartréð til Reykjavíkurborgarbúum að kostnaðarlpausu. Var tréð hoggið við Finnerud í Nordmarka þann 11. nóvember s.l. og er rúmlega 12 metra hátt. Að venju verður það skreytt fögrum ljósum en í fyrsta sinn mun jólastjarna nú einnig prýða topp þess. Grénitréð mun auk þess skarta jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og í ár er það Leppalúði sem horfir íbygginn milli greinanna. Leppalúði er sjötti óróinn í jólasveinaseríu Styrktarfélagsins og rennur allur ágóði af sölu hans til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Í óróanum fer saman íslenskur menningararfurritsnilld og hönnun ásamt mikilsverðu málefni.sjá frekar ávisir.is