Eimskip hefur keypt hlut í akstursfyrirtækinu ETS BV

24. janúar 2013 | Fréttir
Eimskip hefur keypt 525 hlut í akstursfyrirtækinu E.T.S. B.V. European Transport Services sem staðsett er í Rotterdam í Hollandi.Fyrirtækið var stofnað til að annast akstursþjónustu fyrir Eimskip innan Benelux landanna og til nærliggjandi landa. Félagið sérhæfir sig í flutningi á frystigámum en býður einnig annars konar akstursþjónustusvo sem þungaflutninga og aðra akstursþjónustu sérsniðna að þörfum viðskiptavina.Bílafloti fyrirtækisins samanstendur af 15 bílum sem merktir eru Eimskip. Meirihluti bílanna er búinn svokölluðu T.R.S. kerfi sem er umhverfisvænt kerfi þar sem vél bílsins framleiðir rafmagn fyrir frystigáminn með mun minni útblæstri en kemur frá hefðbundnum vélum frystigáma.Kaupin á E.T.S. B.V. munu ekki hafa veruleg fjárhagsleg áhrif á rekstur Eimskips.