Eimskip í Kína opnar nýja skrifstofu

16. janúar 2010
Eimskip í Kína hefur stækkað þjónustunet sitt með opnun nýrrar skrifstofu í Tianjin. Skrifstofan er staðsett í International Plaza í Tianjin með sex reynslumikla starfsmenn.Í Tianjin er sjötta stæsta höfn Kínaen árlega fara um níu milljón TEU í gegn um hana. Höfnin tengir saman Beijing og Tianjin ásamt Bohai svæðiðþar sem stutt er á milli norður og norðvestur Kína.Tianjin höfn er sérhæfð í stórtækum flutningumþar sem flutningar vegna þróunar á vesturhluta Kína fara reglulega í gegnum svæðið. Einnig er útflutningur á ávöxtum og grænmeti stór hluti af verkefnum hafnarinnar.Eimskip í Tianjin mun leggja áherslu á hitastýrða flutninga ásamt því að sinna stórflutningum og öðrum flutningum. Zhao Chen stýrir skrifstofunnien hann býr yfir mikilli reynslu í gegnum fyrri störf hjá Panapina og SDV.Eimskip TianjinF. 806 Tianjin International Building75 Nanjing RoadTianjinChina 300050Tel 02223310733Fax 02223315033