Eimskip í viðræðum við eigendur Sæferða ehf um kaup á fyrirtækinu

20. janúar 2015
Undanfarnar vikur hefur Eimskip átt í viðræðum við eigendur Sæferða ehf. um möguleg kaup á fyrirtækinu og hafa félögin undirritað viljayfirlýsingu vegna þess. Sæferðir ehf. er með tvö skip í rekstri á Breiðafirðiannars vegar ferjuna Baldur sem siglir á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey og hinsvegar Særúnu sem hefur boðið uppá skoðunarferðir um Breiðafjörð.Að svo stöddu getur félagið ekki tjáð sig frekar um málið.