Eimskip kynnir aðlögun á siglingakerfi sínu

13. janúar 2014 | Fréttir
Eimskip hefur aðlagað siglingakerfi sitt að breyttum aðstæðum með það að markmiði að auka áreiðanleika kerfisins og þjónustu við viðskiptavini.Slæmt veðurfar undanfarna mánuði hefur haft hamlandi áhrif á áreiðanleika kerfisins og þá sérstaklega á tenginguna á milli Íslands og Færeyja með ferskar afurðir á markað í Bretlandi og á meginlandi Evrópu.Ákveðið hefur verið að bæta við nýrri siglingaleiðgráu leiðinnisem verður í siglingum á milli Færeyja og Skotlands. Gráa leiðin mun auka sveigjanleika flutningakerfisins með mögulegri fjölgun viðkomuhafna í Færeyjum og mun jafnframt auka áreiðanleika þjónustunnar.Frá og með miðjum febrúar mun rauða leiðin því hætta viðkomu í Færeyjum og Aberdeen í Skotlandi en mun þess í stað sigla beint frá Íslandi til Immingham í Bretlandi og bæta verulega þjónustustigið við útflytjendur ferskra og frystra sjávarafurða. Frá Immingham verður siglt til Rotterdam í Hollandiauk þess sem rauða leiðin annast áfram strandsiglingar umhverfis Ísland.Með þeim breytingum sem áttu sér stað þegar Eimskip færði viðkomuhöfn félagsins í Bandaríkjunum yfir til Portland í Maine hefur flutningsmagn aukist og siglingatími styst. Þessi breyting hefur í för með sér að skip á grænu leiðinni Ameríkuleiðinni geta leyst af hólmi annað af skipum rauðu leiðarinnar í strandsiglingum á Íslandi eftir því sem þörf er á.