Eimskip styður Rauða krossinn næstu þrjú árin

23. janúar 2012 | Fréttir
Rauði kross Íslands og Eimskip undirrituðu þann 16. maí samning um að Eimskip verði aðal stuðningsaðili fatasöfnunarverkefnis Rauða krossins næstu þrjú árin. Samkvæmt samningnum mun Eimskip flytja án endurgjalds allan fatnað fyrir Rauða krossinn innanlands og alla fatagáma til útlanda fyrir tiltekið lágmarksverð. Áætla má að stuðningur Eimskips skili nokkrum tugum milljóna til hjálparstarfs á hverju ári.Samningurinn við Eimskip er mikið fagnaðarefni því fatasöfnunarverkefnið stendur og fellur í raun með stuðningi Eimskipssem hefur síðustu ár stutt Rauða krossinn dyggilega með þessum hætti. Stuðningur Sorpu og þeirra hundruða sjálfboðaliða sem prjónasaumaflokkapakka og standa vaktina í verslunum allan ársins hring er hin meginstoðin í fataverkefninu.Rauði kross Íslands stóð fyrir fatasöfnun um allt land á Uppstigningardagfimmtudaginn 17. maíí samstarfi við Eimskip. Allur fatnaðurhvort sem hann er slitinn eða heillnýtist Rauða krossinum í hjálparstarfi hérlendis sem erlendis. Fataverkefnið er orðið eitt af mikilvægustu fjáröflunarverkefnum Rauða krossins og skilaði 84 milljónum á síðasta ári.Gömul föt og nýskórhandklæðirúmfötgluggatjöld og önnur vefnaðarvara er velkomin á fatasöfnunarstöðvar Rauða krossins.Að vanda er einnig hægt að skila fatnaði á endurvinnslustöðvar Sorpu og söfnunargáma Rauða krossins allan ársins hring. Fólk er beðið um að skila fatnaði í lokuðum plastpopokum til að koma í veg fyrir óhreinindi og auðvelda flokkun.Árlega eru um þúsund tonn af fötum og klæði urðuð af óþörfu hérlendis. Öllu þessu væri hægt að koma í endursölu og vinnslu og skapa um leið tekjur fyrir Hjálpa Rauða krossins.Helga HalldórsdóttirfjáröflunarfulltrúiGylfi Sigfússonforstjóri Eimskipafélags ÍslandsKristján Sturlusonframkvæmdastjóri Rauða krossins og Örn Ragnarsson hjá Fatasöfnun Rauða krossins.