Eimskip tekur yfir vöruhúsastarfsemi Damco í Árósum

23. janúar 2015 | Fréttir
Eimskip í Danmörku og Damco í samstarfEimskip tekur yfir vöruhúsastarfsemi Damco í ÁrósumEimskipafélag Íslands styrkir stöðu sína í vöruhúsastarfsemi í Danmörku í kjölfar samstarfs við Damcoen félagið tekur yfir 15.500 fermetra vöruhús þeirra. Eimskip starfrækir 6.000 fm vöruhús í Danmörku við hlið Damco og verður hið nýja vöruhús samtals 21.500 fermetrar. Eftir breytinguna verður Eimskip stærsti rekstraraðili í alhliða vöruhúsaþjónustu í höfninni í Árósum.Yfir 600.000 gámar fara um höfnina í Árósum á ári hverju og gerir það hana að næststærstu höfn Skandinavíu. Vöruhúsið er staðsett innan gámahafnar með beint aðgengi að höfninni.Damco hefur starfrækt vöruhúsið í Árósum síðan árið 2003. Aðaláhersla hefur verið á hýsingupökkunstórflutningaumskipungámahleðsludreifinguvörutínslu og merkingu. Peter Hag og Preben Nielsen munu stýra daglegri starfsemi.Í kjölfar breytinganna verða starfsmenn Eimskips í vöruhúsinu 45 talsins og er áætlað að árleg velta Eimskips í Danmörku muni aukast um þrjár milljónir evra.Sigurður Orri Jónssonframkvæmdastjóri Eimskips í DanmörkuÉg er ánægður að sjá þetta verkefni í höfn. Frá og með 1. mars verður vöruhúsið hluti af starfsemi Eimskipsbæði gámahleðslustöðin og vöruhúsastarfsemin. Við hlökkum til samstarfsins með viðskiptavinum og starfsmönnum vöruhússins. Kaupin munu án efa styrkja starfsemi okkar í Árósum enn frekar og eru þau liður í frekari vexti Eimskipsbæði hér í Danmörku og á NorðurAtlantshafi.