Eimskip undirritar samning um kaup á flutningafyrirtækinu Nor Lines

2. janúar 2016
FRÉTTATILKYNNING FRÁ EIMSKIPAFÉLAGI ÍSLANDS HF.Eimskip undirritar samning um kaup á flutningafyrirtækinu Nor LinesÁætluð ársvelta fyrirtækisins er um 110 milljónir evra eða um 136 milljarðar krónaEimskip hefur undirritað samning um kaup á norska flutningafyrirtækinu Nor Lines. Kaupin á Nor Lines falla vel að stefnu Eimskips um fjárfestingu í kjarnastarfsemi og fela ekki í sér yfirtöku á miklum rekstrarfjármunum. Rekstur Nor Lines hefur verið erfiður á undanförnum árum og verður starfsemin endurskipulögð til að ná fram bættri afkomu og til að efla þjónustunaen það verður gert með því að aðlaga reksturinn að núverandi starfsemi Eimskips í Noregi. Með kaupunum mun Eimskip geta boðið viðskiptavinum sínum upp á mun víðtækari þjónustu en áður þar sem norskir inn og útflytjendur munu njóta ávinnings af samlegðaráhrifum í áætlunarsiglingum félaganna tveggja. Áætluð ársvelta fyrirtækisins nemur um 110 milljónum evra eða um 136 milljörðum króna. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 200 talsins. Kaupin eru fjármögnuð með handbæru fé.Sögu Nor Lines má rekja aftur til ársins 1930en fyrirtækið rekur víðtæka þjónustu í Noregi og annast flutninga á sjó og landi. Nor Lines býður reglubundna þjónustu til og frá Noregi og hefur á undanförnum árum byggt upp landflutningakerfi þar sem meðal annars flutningur með járnbrautarlestum spilar stórt hlutverk á mörgum þjónustuleiðum.Nor Lines rekur í dag sjö skip á þremur siglingaleiðum til og frá Noregi. Skipaflotinn verður endurskipulagður ásamt rekstri fyrirtækisinsþar sem Eimskip mun taka yfir rekstur fimm af sjö skipum fyrirtækisins og mun þar með styrkja þjónustunetið á milli Noregsmeginlands Evrópu og Eystrasaltsins. Eitt af skipunum fimm verður í eigu félagsins og fjögur verða leigð.Nor Lines rekur víðtæka landflutningaþjónustu með 60 afgreiðslustöðum meðfram norsku strandlengjunni sem tengja saman landflutninga og siglingar og veitir þar með flutningaþjónustu heim að dyrum. Fyrirtækið rekur 14 afgreiðslustaði af þessum 60 en 46 eru í rekstri umboðsmanna. Í gegnum þjónustunetið býður fyrirtækið jafnframt upp á vöruhúsaþjónustu og flutningsmiðlun. Þjónustunet Nor Lines í landflutningum samanstendur af 450 flutningabifreiðum sem eru í eigu og rekstri undirverktaka og þjóna á 50 leiðum á milli þessara 14 afgreiðslustaða.Nor Lines selja einnig flutninga með 11 skipum Hurtigrutensem þjónustar vestur og norðurströnd Noregs og er með daglegar viðkomur í 32 höfnum.Kaupin eru háð samþykki norskra samkeppnisyfirvalda. Nánar verður fjallað um þau á kynningarfundi Eimskips fyrir fjárfesta og markaðsaðila þann 18. nóvember næstkomandi.Gylfi Sigfússonforstjóri EimskipsKaupin á Nor Lines eru stórt skref í að auka þjónustuframboð og styrkja núverandi þjónustu Eimskips í Noregi. Eimskip í Noregi rekur í dag sjö frystiskip sem sinna flutningum á milli NoregsHollands og Bretlandsen með þessum kaupum munum við auka skilvirkni þar sem við munum teygja flutningakerfi okkar yfir til Eystrasaltsins og Þýskalands. Við fögnum því að fá að starfa með starfsmönnum Nor Lines að því að auka skilvirkni félaganna. Kaupin eru hluti af stefnu Eimskips um ytri vöxt og munu styrkja frekar rekstur áætlunarsiglinga félagsins í Noregi.Ingvald Løyningforstjóri DSDDSD hóf leit að stefnumarkandi lausnum fyrir Nor Lines snemma á þessu ári. Við erum þeirrar skoðunar að þörf sé á frekari samþjöppun í flutningastarfsemi og að Nor Lines þurfi að vera hluti af stærra skipulagi til að geta haldið áfram að þróa sína starfsemi. Við erum mjög ánægð með að hafa fundið Nor Lines nýjan samastað í samstæðu Eimskips og teljum þetta vera mjög góða lausn bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn Nor Lines. Eftir nokkur erfið ár mun salan á Nor Lines gera samstæðu DSD kleift að einbeita sér að almenningssamgöngum í gegnum Norled AS og Tide ASA og alþjóðlegum skiparekstri í gegnum DSD Shipping AS.Um EimskipEimskip var stofnað árið 1914 og er með hlutabréf sín skráð á Nasdaq Iceland. Félagið rekur 58 starfsstöðvar í 19 löndumer með 20 skip í rekstri og hefur á að skipa um 1.600 starfsmönnum. Um það bil helmingur tekna Eimskips kemur frá starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.