Eimskipafélag Íslands semur um smíði á tveimur gámaskipum

22. janúar 2011 | Fréttir
Eimskipafélag Íslands hefur gert samning um smíði tveggja nýrra gámaskipa. Áætlað er að skipin verði afhent félaginu á fyrri hluta árs 2013. Skipin eru smíðuð í Kína eftir þýskri hönnun og þýskir ráðgjafar hafa yfirumsjón með smíði skipanna. Skipin eru hvort um sig 875 gámaeiningar að stærð og þar af eru tenglar fyrir 230 frystigáma. Burðargeta skipanna er um 12.000 tonnlengd 1407 metrar og breidd 232 metrar. Djúprista skipanna er 87 metrar og siglingahraði er um 183 sjómílur. Kostnaður við smíðina er áætlaður um 58 milljarðar íslenskra króna.Nýju skipin munu á árinu 2013 fara í þjónustu á Suðurleið félagsins sem er fullnýtt í dag og leysa af hólmi Brúarfoss og Selfoss sem munu færast í önnur verkefni hjá félaginu.Gylfi Sigfússon forstjóri EimskipafélagsinsÞetta er stór áfangi fyrir Eimskipafélagið og mikilvægur hlekkur í því að endurnýja skipakost þess en sterk fjárhagsstaða gerir félaginu kleift að fara í þessa fjárfestingu. Nýju skipin koma til með að styrkja siglingakerfi félagsins á Norður Atlantshafi og skapa meiri hagræðingu í rekstri ásamt því að auka afkastagetuna á Suðurleið. Með tilkomu nýju skipanna munu skapast fleiri störf fyrir íslenska sjómenn en félagið hefur haft það að leiðarljósi að manna eigin gámaskip með íslenskum áhöfnum.