Eimskipafélagið styrkir Krabbameinsfélag Íslands

20. janúar 2014
Eimskipafélagið afhenti Krabbameinsfélagi Íslands styrk að upphæð ein milljón króna í tilefni af baráttu þeirra gegn krabbameini hjá konum. Krabbameinsfélagið hefur staðið vaktina í áraraðir og hvatt konur til að mæta í reglulega krabbameinsleit. Starf Krabbameinsfélagsins skiptir miklu máli fyrir samfélagið allt og vildi Eimskipafélagið sýna stuðning sinn í verki með þessari styrkveitingu.Styrkurinn var afhentur fulltrúum Krabbameinsfélagsins í húsakynnum Eimskipafélagsins á Bleika deginum en starfsfólk fyrirtækisins tók virkan þátt og sýndi samstöðu með því að klæðast bleiku og standa fyrir bleikum boðum víða um fyrirtækið.