Eimskips gámastökkið fór fram í Gilinu á Akureyri

6. janúar 2014
Snjóbretta og tónlistarhátíðin AK Extreme var haldin um helgina. Eimskip er einn af styrktaraðilum mótsins en einn stærsti viðburður hátíðarinnar er Eimskips gámastökksmótið í Gilinu þar sem um 18 Eimskipsgámum er staflað upp og snjóbrettapallur byggður.Mótið um helgina var vel heppnað og voru yfir 8000 áhorfendur mættir í gilið til að fylgjast með keppninni þar sem keppendur renndu sér niður stökkpallinn og sýndu listir sínar í margra metra hæð.Keppt var í þremur flokkum snjóbrettaflokkiskíðaflokki og vélsleðaflokki. Viktor Helgi Hjaltason sigraði í snjóbrettaflokknumBjörn Ingason sigraði í skíðaflokknum og Jónas Stefánsson í vélsleðaflokknum.Smelliðhér til að sjá sjónvarpsútsendingu frá kvöldinu