Eldstrókur stóð upp úr strompinum

5. janúar 2013
Þegar ég lít aftur sé ég að það stendur eldstrókur upp úr strompinum. Það verður nánast sprenging. Þannig lýsir Ægir Jónssonskipstjóri á Goðafossiþví þegar hann gerir sér grein fyrir að eldur er laus í skipinu. Áhöfninni tókst að slökkva eldinnen hann kviknaði hins vegar aftur síðar um daginn.Eldur kviknaði um borð í Goðafossi um fjögur leytið aðfaranótt 11. nóvember. Skipið var þá statt í um 70 sjómílna fjarlægð frá Færeyjum í mjög vondu veðri. Þrettán menn voru í áhöfn og þrír farþegar að auki.Allt í einu verður skipið uppljómaðÆgir var beðinn um að lýsa því hvernig áhöfnin varð vör við eldinn.Um kl. 3 um nóttina hringdi annar stýrimaðursem var á vaktí mig og bað mig að koma upp. Vélstjórarnir höfðu beðið um að það yrði slegið af aðalvélinni og hægt á ferð skipsins út af einhverjum vandamálum í vélarrúmi. Veðrið var mjög vont. Þegar við hægðum á skipinu þurftum við að snúa því upp í sjó og vind til að draga úr veltingi.Um klukkutíma síðar sé ég allt í einu að skipið verður uppljómað.Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir Goðafoss eftir að búið var að slökkva eldinn.Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir Goðafoss eftir að búið var að slökkva eldinn. LjósmyndLandhelgisgæslanÞegar ég lít aftur sé ég að það stendur eldstrókur upp úr strompinum. Það verður nánast sprenging.Hvað gerir þú í þessari stöðuFyrsta verkefnið er að ræsa út alla áhöfnina. Í svona tilfellum er neyðarbjöllum hringten þær eru um allt skipið. Samkvæmt neyðaráætlun er ákveðinn staður aftan á skipinu þar sem allir eiga að mæta. Þegar allir eru mættir er látið vita upp í brúen það er mikilvægt í þessar stöðu að það sé ljóst að enginn hafi orðið út undanenginn slasast eða lokast inni. Þegar þetta er klárt hefjum við slökkvistarf. Áhöfninni er skipt niður á verkefni þannig að öllum sé ljóst hvað þeir eiga að gera.Smelltuhér til að sjá alla fréttina ámbl.isÆgir Jónssonskipstjóri á GoðafossiTengdar fréttirÁhöfn á Goðafossi heiðruð fyrir hetjulega framgöngu