Everest farar komnir í grunnbúðir Everest

16. janúar 2013
Guðmundur Stefán Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson komu í grunnbúðir Everest síðastliðinn föstudag. Grunnbúðir Everest sunnan megin í fjallinu eru staðsettar í tæplega 5400 metra hæð yfir sjávarmáli.Þeir Ingólfur og Guðmundur flugu utan snemma morguns laugardaginn 30. mars. Flogið var í gegnum Frankfurt og Dubai og lent í Khatmandu kvöldið eftir. Strax 1. apríl hittist hópurinn í Khatmandu. Miðvikudaginn 3. apríl hófst ferðin með stuttu flugi til Lukla þar sem göngumenn öxluðu bakpokana og gengu af stað. Frá Lukla er u.þ.b. 6070 kílómetra leið upp í grunnbúðir Everest en hæðarhækkun um 2600 metrar.Á leiðinni í grunnbúðir dregur mjög úr súrefni í andrúmsloftinu og því er ákaflega mikilvægt að fara sér hægt enda flestir leiðangursmanna að koma af svæðum sem standa við sjávarmál. Reynslan hefur því kennt mönnum að fara sér hægt og leyfa líkamanum að laga sig að súrefnisskortinum hægt og bítandi. Með því móti komast flestir hjá því að finna fyrir hæðarveiki sem oft er fylgifiskur í göngum á há fjöll.Hægt er að fylgjast með ferðinni áwww.everest2013.isEimskip er stoltur stuðningsaðili Guðmundar og Ingólfs.