Frétt frá Eimskipafélagi Íslands hf

31. janúar 2013 | Fréttir
Í ljósi umfjöllunar um flutninga Eimskips fyrir Alcoa Fjarðaál vill félagið koma eftirfarandi á framfæri.Eimskip hefur flutt rafskaut frá Mosjoen í Noregi til Reyðarfjarðar frá árinu 2007 með tímaleiguskipinu S. Rafael í samstarfi við erlendan skipaeiganda. Þessir flutningar hafa numið um 15 af heildarflutningsmagni Alcoa til og frá Íslandi á ári.Samskip hefur haft flutningasamninginn við Alcoa um útflutning á áli frá árinu 2007en þessir flutningar hafa numið um 30 af heildarflutningsmagni álversins á ári. Að auki eru um 50 af flutningum Alcoa innflutningur á súráli sem flutt er með erlendum skipafélögum.Í nóvember 2011 bauð Alcoa út flutning á áli og rafskautum og tilkynnti Eimskip í janúar 2013 að það hyggist ganga til samninga við hollenska félagið CargoW B.V. um flutninga á áli og rafskautum frá byrjun mars 2013.Breytingarnar hafa óveruleg áhrif á rekstrarafkomu Eimskips þrátt fyrir að félagið sjái á eftir þessum flutningum á rafskautum.Eimskip sinnir allri hafnarstarfsemi fyrir Alcoa á Mjóeyrarhöfn þar sem um 50 starfsmenn sinna þeirri þjónustu. Eimskip hefur á undanförnum misserum bætt við aðstöðu sína á höfninni til að sinna hafnarverkefnum fyrir Alcoa og aðra viðskiptavini. Eimskip gerir ráð fyrir aukinni hafnarstarfsemi í tengslum við þessar breytingar og áætlar að fjölga þurfi starfsmönnum um 20 á Mjóeyrarhöfn.