Fréttatilkynning Eimskipafélags Íslands hf

18. janúar 2011 | Fréttir
Hagnaður Eimskipafélagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2011 eftir skatta var um 2 milljarðar króna EUR 125m og rekstrarhagnaður EBITDA var um 56 milljarða króna EUR 345m. Heildareignir félagsins í lok september voru 45 milljarðar króna EUR 284m og var eiginfjárhlutfallið 614. Vaxtaberandi skuldir voru 103 milljarðar króna EUR 65m.3. ársfjórðungur 2011Rekstrarhagnaður EBITDA á þriðja ársfjórðungi var um 18 milljarður króna EUR 11m og hagnaður eftir skatta var um 800 milljónir króna EUR 5m. Flutningamagn í siglingakerfum félagsins jókst um tæp 11 á milli ára.Gylfi Sigfússon forstjóriAfkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi er umfram okkar væntingar og hefur flutningamagnið aukist á milli ára sem er jákvæð þróun á annars mjög erfiðum tímum. Það er hinsvegar ljóst að umhverfið er ennþá mjög krefjandi og mikilvægt að vera vakandi fyrir þeim ytri þáttum sem geta haft áhrif á afkomu félagsins.Félagið hefur á síðustu mánuðum verið að styrkja siglingakerfið með því að fjölga í skipaflota félagsins á Norður Atlantshafi sem kemur til með að opna ný viðskiptatækifæri fyrir viðskiptavini Eimskips í Norður Ameríku og Norður Skandinavíu.Í september gerði félagið samning um smíði á tveimur nýjum gámaskipum sem smíðuð verða í Kína og koma til afhendingar á fyrri helmingi ársins 2013. Eimskip hefur einnig fjárfest í 500 nýjum frystigámum. Með þessum fjárfestingum er félagið að horfa til framtíðar.Um EimskipÍ dag er Eimskip með starfsemi í 16 löndummeð 19 skip í rekstri og hefur á að skipa 1250 starfsmönnumþar af vinna um 720 starfsmenn á Íslandi. Stefna félagsins er að veita öfluga flutningaþjónustu á Norður Atlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka alþjóðlega frystiflutningsmiðlun um heim allan.