Fréttatilkynning frá Eimskipfélagi Íslands Hf

14. janúar 2011 | Fréttir
Stjórn Eimskipafélags Íslands hf.hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á markað seinni hluta ársins 2012. Óskað verður eftir að hlutir í félaginu verði teknir til viðskipta á Nasdaq OMX Iceland og stefnt er að því að viðskipti með hluti í félaginu hefjist í Kauphöllinni á seinni hluta ársins 2012.Útboðinu verður beint að fagfjárfestum og almennum fjárfestum og er markmiðið að með útboðinu verði tryggð almenn góð dreifingu á eignarhaldi í félaginu.Tvö ár eru liðin frá því að Eimskipafélag Íslands gekk í gegnum fjárhagslega og rekstrarlega endurskipulagningu og hefur reksturinn gengið vel frá þeim tíma.Tveir stærstu hluthafar félagsins í dag eru skilanefnd Landsbankans og fjárfestingarsjóðurinn Yucaipa sem eiga saman um 70 hlutafjár í félaginu.