Gefin saman í Herjólfi eftir 37 ára sambúð

11. janúar 2013 | Fréttir

Sigmar Jónsson dregur hér hring á fingur eiginkonu sinnar Hólmfríðar Kristínar Helgadótturen þau voru gefin saman í brú Herjólfs af Steinari Magnússyniskipstjóra.

FRÉTTABLAÐIÐ ÓSKAR P. FRIÐRIKSSONElimar Hauksson skrifar - Þau Hólmfríður Kristín Helgadóttir og Sigmar Jónsson gengu í hjónaband á laugardaghinn 7. 9. 2013.Þau voru gefin saman af Steinari Magnússyniskipstjóra á Herjólfi og athöfnin fór fram í brú skipsins á leiðinni frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja. Sigmar er hafnarstjóri í Landeyjahöfn en eiginkona hans Hólmfríður vinnur í afgreiðslu Herjólfs í Landeyjahöfn. Sigmar segir þau hjón hafa búið saman í 37 ár áður en þau giftu sig.

Steinar skipstjóri gifti þýskt par í Herjólfi árið 2011. Þá kom til tals að við Hólmfríður værum ógift og það má segja að hugmyndin hafi kviknað upp úr því segir Sigmar. Aðspurður um formlegt lögmæti athafnarinnar svarar Sigmar hinn rólegasti. Við fáum þá bara prest til að klára formlegheitin.