Goðafoss skráður í Færeyjum

08. nóvember 2018 | Fréttir

Eimskip skráir Goðafoss flaggskip félagsins í Færeyjum

Að undanförnu hefur Eimskipafélagið unnið að skráningu skipa félagsins í Færeyjum. Goðafoss var skráður 8. nóvember og á næstu vikum munu Dettifoss og Lagarfoss einnig hefja siglingar undir Færeyskum fána. Skráning í Færeyjum hefur engar breytingar á rekstri skipanna í för með sér.

Um Goðafoss:

Goðafoss er 166 metra langt 1.457 gámaeininga skip sem var smíðað í Danmörku árið 1995 og er sjötta skip Eimskips sem ber þetta nafn. Skipið kom í þjónustu Eimskips árið 2000 og siglir á bláu línunni á milli Íslands, Færeyja og Norður-Evrópu. Fyrsti Goðafoss félagsins sigldi á árunum 1915-1916.